Samfylkingin grýtti eggjum og hægðum í Alþingishúsið í gær

Það væri fróðlegt að vita hvaða ólánsgrey skipa stjórn Samfylkingarfélags Reykavíkur. Og hvað gengur þessu trúlausa pakki til með svona samþykkt? Skilur það ekki að Samfylkingin er í órjúfanlegu bræðrabandi við Sjálfstæðisflokkinn út þetta kjörtímabil? Búum við orðið í þjófélagi eintómra svikara sem þykir ekkert eðlilegra en að ganga á bak orða sinna og standa við gerða samninga?

Svo var fullt af samfylkingarpakki niðrá Austurvelli í gæra að henda eggjum og hægðum í Alþingishúsið. Það sá dóttir mín sjálf með eigin augum. Ef Framsóknarflokkurinn er spilltur, þá er Samfylkingin gjörspillt; baneitruð. Framsókn gat þó haldið út heil þrjú kjörtímabil í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og farnaðist vel. Enda mun þjóðin búa lengi að öllum þeim fjölmörgu góðu málum sem sú ríkisstjórn stóð að og framkvæmdi.

Ef ég stjórnaði Sjálfstæðisflokknum myndi ég reka Samfylkinguna úr ríkisstjórninni og taka Framsókn og Frjálslynda inn í staðinn. Það yrði góð stjórn sem gæti leitt aðsteðjandi vandamál til lykta.

-SvDr


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JEMINN.....

ÞÚ ERT HÆTTULEGUR EINSTAKLINGUR....GUÐI SÉ LOF FYRIR AÐ SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM MEÐ EINRÆÐISTILBURÐI FER FÆKKANDI....

ÞETTA ER BÚIÐ HJÁ YKKUR....NÆSTA RÍKISSTJÓRN VERÐUR VINSTRI RÍKISSTJÓRN....VINSTRI GRÆNIR OG SAMFYLKING....OG VEISTU...MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR GETUR EKKI BEÐIÐ

Dísa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Hvað þykist þú vita um, Dísa, eða hvað þú heitir réttu nafni, hvort meirihluti þjóðarinnar vilji vinstri ríkisstjórn? Ég fullyrði, að þú hefur enga hugmynd um hvað þú ert að segja. Ég fullyrði á móti, að meirihluti þjóðarinnar vill EKKI vinstristjórn.

Og leggja til að Vinstrigrænir fari í ríkisstjórn ber vott um bernska firringu. Vinstrigrænir eru sértrúarsöfnuður kringum stalínisma og hatur á athafnasömum einstaklingum. Slíkur flokkur er ekki bara óstjórntækur, heldur líka óþingtækur. Það er með ólíkindum að nokkur þúsund kosningabærra íslendinga skuli láta plata sig til að greiða slíkum hópi atkvæði sitt í almennum, frjálsum kosningum.

Blaðamenn Foldarinnar, 16.11.2008 kl. 19:53

3 identicon

vinstri grænir og samfylking?

er samfylking vinstri flokkur?

myndir þú vilja vinna með jafn þverum manni og Steingrími J?

heldur þú að vistri grænir séu eitthvað minna spilltir en hinir ef þeir komast í ríkisstjórn? Því miður eru allir spilltir þegar þeir fá völdin.

og svo að lokum þá finnst mér Geir Haarde ekki vera nógu mikill fagmaður í sínu starfi við að losa okkur úr fjármálakreppunni og hann er þó hagfræingur. Ég veit ekki hversu mikil framför það væri að skipta út hagfræðingi fyrir uppeldisfræðing þegar mestu vandamálin sem blasa við okkur er versta fjármálakreppa sem við höfum komist í kynni við.

Með fullri virðingu þá snýst þetta bara ekki um skoðanir fólks eða stefnu flokka í dag, þetta snýst um getu fólks til að geta tekið faglegar ákvarðanir á stuttum tíma og spila sem best úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi.

Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir áratuga reynslu og hefur flesta fagmenn af öllum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig illa.

Vinstir grænir hafa enga reynslu og búa yfir lítilli fagmennsku.

Þarna er bara að reikna dæmið, persónulega held ég að grasið sé því miður ekki grænna hinum megin.

Axel (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:57

4 identicon

Föðurlandssvik!

Til hamingju með þessi þrjú kjörtímabil með sjálfstæðisflokknum!

Framsókn og Sjálfstæðisflokknum tókst að blóðmjólka íslensku þjóðina í gröfina!

Darri Úlfsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:01

5 identicon

Þið verðið seint annar Baggalútur þrátt fyrir bernskar tilraunir til þérunar.

Velti hins vegar fyrir mér hvert pólitískt erindi ykkar er. Enn eitt svona "niður með alla flokka" grínið eða eruð þið e.t.v. ekki að hæðast að framsóknarflokknum og Valgerði Sverris?

Urf (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:39

6 identicon

Þú elskar Sjálfstæðisflokkinn meira en landið þitt, skammastu þín! Það er furðulegt að sjá ekki spillinguna sem viðgengst í sjálfstæðisflokknum, persónudýrkun og heilaþvottur hefur komið í veg fyrir að fólk sem hefur kosið þennan spillingarflokk, sjái fyrir hvað þessi flokkur stendur. Ég ætla svo að bæta því við að það er alveg sama hversu oft þú emjar upp í loftið og biður geymgaldrakarlinn að hjálpa þér þá mun þessi spillingarflokkur minka um tvo þriðju til frambúðar. Kannski er guð til eftir allt saman og honum hefur blöskrað spillingin og ákveðið að senda þessum 30-40% þjóðarinnar sem hefur með atkvæðum sínum haldið þessum mönnum við völd í 17 ár, reikninginn fyrir öllu helvítis ruglinu. Góðæri hvað! allt tóm lýgi. Það var ekki erfitt að ljúga svona, Davíð lokaði þjóðhagsstofnun 2002 til að geta notað þessa ímynduðu velgengni bankanna til að hrósa sjálfum sér og flokknum rétt fyrir kosningar. En annars þá vorkenni ég þér.

Valsól (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband