Valgerður er sanngjörn og jarðtengd kona

Hún er falleg kona hún Valgerður Sverrisdóttir, sanngjörn og jarðtengd. Með öðrum orðum: Hún er stórbrotin sómakona og svo drenglynd að til fyrirmyndar er.

Ekki ræðst Valgerður að ríkisstjórn Geirs Haarde með óþverra aðdróttunum og orðbragði eins og formaður Vinstrigrænna. Munurinn á Valgerði og Steingrími J. er nefnilega sá, að hún er stjórntæk en hann ekki.

Valgerður Sverrisdóttir starfaði um árabil af dugnaði og heilindum í ríkisstjórn með Sálfstæðisflokknum og þjóðin á henn margt gott að gjalda. Þegar hún verður búin að ryðja afdalakarlinum úr Árnessýslu úr formannsstóli Framsóknarflokksins og sjálf orðin formaður er ekki efir neinu að bíða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Frjálslyndum.

-SvDr


mbl.is Gátum ekkert annað gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður...það er fátt heilalausara en húsbónda hollur framsóknarmaður!

Darri (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jahérnahér - þvílik hneysa

Jón Snæbjörnsson, 16.11.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Þú gleymir að taka með í reikninginn, Darri, að Valgerður verður húsbóndinn á Framsóknarflokknum fljótlega eftir næstu mánaðarmót.

-SvDr

Blaðamenn Foldarinnar, 16.11.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Ekki undrar mig að Jón Snæbjörnsson sé hneykslaður á þessum Darra.

Blaðamenn Foldarinnar, 16.11.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Thee

er þetta grín blogg? ég er ekki viss.

Thee, 16.11.2008 kl. 20:25

6 identicon

 Valgerður ber bara svo mikla ábyrgð á þeim gjörning sem verið er að semja um núna að hún getur varla gagnrýnt stöðuna.

Lilja (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:34

7 identicon

Við skulum gera okkur grein fyrir því að Valgerður var viðskiftaráðherra þegar bankarnir voru seldir og ber þess vegna talsvert mikkla ábirð á því ástandi sem nú er í þjóðfélaginnu og tel ég að hún hafi ekket að gera í formannsstól í framsókn því hún er jafn spilt og hitt liðið.

Gísli Einarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:40

8 identicon

Því miður þá er framsóknarflokkurinn, hugmyndafræðilega andvana. Það skiptir litlu máli hver verður við stjórnvölinn þegar hann verður borinn til moldar í næstu kosningum.

Gunnar Björn. (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: corvus corax

Framsóknarhyskið er heillum horfið sem betur fer.

corvus corax, 16.11.2008 kl. 21:31

10 identicon

Ég ætla  að leyfa mér að vona að Íslenskir kjósendur kjósi ekkert af þessu svikula spillingarpakki sem situr nú á þingi - ENGAN !!!

Við þurfum algjörlega nýtt fólk við stjórnartaumana, með algjörlega nýja og heilbrigða framtíðarsýn. Þessir gömlu úreltu flokkar ættu að heyra sögunni til þó fyrr hefði verið.

ag (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:44

11 identicon

Ég er búinn að draga þá ályktun að þetta sé grín blogg...

Darri (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband