Skemmtilega leiðinlegur kaldastríðsmaður
17.11.2008 | 21:35
Því verður seint upp á Björn Bjarnason logið að hann sé skemmtilegur maður. Nær væri að segja, að geti á stundum verið skemmtilega leiðinlegur. Og Björn Bjarnason gæti verið sómamaður, ef hann vildi það við hafa. En því miður urðu það örlög þessa þokkalega manns, að fæðast með bölvaða kaldastríðsskeiðina í munninum. En það er ekki hans sök. Þess vegna verðum við að fyrirgefa Birni skringilegheit hans.
En nú fer að saxast hratt á pólitíska limi Björns kaldastíðsbónda. Fyrir dyrum stendur pólitísk sýndarmennskuhreingerning innan Sálfstæðisflokksins. Í þeim buslugangi er hætt við að Birni Bjarnasyni verði skolað fyrir borð.
-ALy
Dómsmálaráðherra: Alþingi verður svipminna og leiðinlegra" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann var ágætur í hlutverki menntamálaráðherra á sínum tíma en hans verður sennilega seint minnst fyrir það...
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.