Leiðindafundur í Wasington
15.11.2008 | 09:22
Allt stefnir í afleitann leiðindafund í dag hjá Bush karlaumingjanum í Wasington. Bæði er, að engum dettur í hug að hlusta á eitt einasta orð forseti Bandaríkjanna mælir af munni fram, þrátt fyrir mikla stríðssigra hans í fjarlægum löndum, sem og hitt að Bush er talinn eihver vitgrannasti þjóðhöfðingi sem uppi hefur verið að Idi Amin og Bokassa keisara í Miðafiríkulýðveldinu meðtöldum.
Nú er því ekki að neita, að leiðtogarnir 20 sem ætla að funda í dag eru miklir karlar og kreppukóngar, sem eiga allir það sameiginlegt að vita ekki sitt rjúkandi ráð. Kapítalisminn óx þeim yfir höfuð og hefur nú kreist úr þeim allan vind. Það eina sem þessir stóru leiðtogar geta gert af viti í Wasington í dag er að fara á barinn og svo á hóruhús í kvöld, en þar eru þeir á heimavelli ef ég þekki þá rétt.
-ALy
Leiðtogafundur í Washington | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.