Steingrímur J. og Ögmundur ábyrgustu stjónmálamenn þjóðarinnar

Það er með miklum ólíkindum að Geir Haarde og ríkisstjórn hans skuli hafa hafnað mjög svo óeigingjörnu boði Steingríms J. Sigfússonar um að fara fyrir hljóðlátri sendinefnd til Noregs til að liðka fyrir láni frá norðmönnum. Af þessu má ráða að Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu er ekki sjálfrátt. Þau eru afleitir stjórnmálamenn, hvernig sem á það er litið.

Ef allrar sanngirni er gætt, ættu forystusveitir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ekki síður en Framsóknarflokksins, að segja af sér þegar í stað, slíkur er ferill þeirra. En því miður er staðan sú, að þessir flokkar eiga ekkert frambærilegt fólk til forystu sem gætu leyst gamla ónýta draslið af hólmi.

Þessa daganna er sífellt að renna betur og betur upp fyrir fólki, að Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson eru lang ábyrgðarfyllstu og bestu stjónmálamenn þjóðarinnar og hafa lengi verið. Ef þessir miklu sómamenn hefðu ráðið för síðustu 17 árin, eða svo, væri Ísland í góðum málum, inn á við og út á við. Best væri að flokkur þeirri næði hreinum meirihluta í alþingiskosningunum í vor.

-ALY


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband