Hraðferð inn í dauðann
17.11.2008 | 16:39
Með afsögn Guðna Ágústssonar er síðasti tvinnaspottin, sem tengdi Framsóknarflokkinn við félagshyggju slitinn. Úr þessu á gamli samvinnuflokkurinn sér engrar undankomu auðið. Framsókanarflokkurinn er búið spil, hans bíður ekkert annað en hraðferð inn í ríki dauðans þar sem honum verður vísað til herbergis með framliðnum spillingaröflum.
Þó að Valgerður Sverrisdóttir, Páll Magnússon og Björn Ingi fagni þessa stundina brottför Guðna af sannri þórðargleði þá mun sú gleðivíma renna fljótt af þeim þegar þau átta sig á því að fólk vill ekkert með þau hafa.
Á þessari stundu væri lang viturlegast fyrir gjörvallt þinglið Framsóknar að segja af sér; hreinlega afmunstra flokkinn af Alþingi íslendinga. Leiknum er lokið kæru framsóknarmenn.
-ALy
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Athugasemdir
Ætli Guðni fái ekki eitthvert feitt embætti? Kemur í ljós, en það er gamall og nýr sannleikur að rotturnar flýja feigt skip. Framsókn, sá aumi spillingarinnar drullupollur er sem betur fer búinn að vera. Fólk er búið að átta sig á því. Og nú þegar drottning einkavæðingar bankanna, Valgerður frá Lómatjörn er orðin formaður (eða á maður að segja forkona?) má segja að spillingin hafi verið leidd til öndvegis í þessum auma félagsskap.
Bangsímon (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:55
En gáfulegt. Sumir eru gáfulegastir með lokaðan munninn!
Stefán Lárus Pálsson, 17.11.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.