Viðundur heimsins
17.11.2008 | 13:07
Svo er Sjálfstæðisflokknum, með dyggri aðstoð Framsóknar og Samfylkingar, fyrir að þakka, að Ísland hefur á augabragði orðið að algjöru viðundri í augum heimsins. Hvað þurfa þessi endemi eiginlega að gera af sér til að þeim hugkvæmist að leiknum sé endanlega lokið og þau verði, öll sem eitt, að segja af sér og hverfa af hinum pólitíska vettvangi?
En hin siðlausu verkfæri frjálshyggjunnar virðast ekki af baki dottin. Næst á dagskrá þessara vesalinga er að fullkomna landráðin og föðurlandssvikin með því að selja sjálfstæði þjóðarinnar í hendur auðvaldsins í Brussel. Það er patentlausnin sem á að veita illa svikinni þjóð eftirsóknarverðann innri frið.
Úr þessu líður varla á löngu að mótmælendur taki sér eitthvað harðara og áhrifaríkara í hönd en hænuegg og salernispappír til að grýta Alþingishúsið og obbann af þeim sem þar starfa.
-ALy
![]() |
Allra augu á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.