Tveir ærlegir stjórnmálamenn

Við íslendingar eigum tvo ærlega stjórnmálamenn. Aðeins tvo. Þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson.

Þessir tveir skörungar glampa eins og gimsteinar á sorphaug íslenskrastjónmálamanna. Steingrímur og Ögmundur hafa um árabil verið óþreytandi að vara þjóð sína við afleiðingunum af hættulegustu stjórmálastefnu samtímans, frjálshyggjukapítalismanum, óheftri græðgi og örvita skammsýni valdastéttarinnar. Fyrir vikið hafa þeir uppskorið ólund og illyrði frá fávísum og lítlsigldum stjórnmálamönnum annarra flokka og attaníossum þeirra.

Hver þekkir ekki innihaldslausa frasann sem upprunninn er í herbúðum framsóknarkjánanna, að Steingrímur og Ögmundur "séu á móti öllu?" Ég spyr á móti, hvaða "öllu" hafa þessir heiðursmenn verið á móti? Hafa þeir máske unnið sér það til óhelgi hjá frjálshyggjufíflum íhalds, samfylkingar og framsóknar að hafa neitað að styðja þá pólitík sem nú hefur hér um bil riðið Íslandi að fullu? Það getur varla verið mikill glæpur að hafa ekki viljað taka þá í því að gera þjóðina álíka bjargarlausa og afvelta rollu úti í haga.

Ég tel einsýnt, að kosningabærir íslendingar muni á næstunni fylkja sér, í stórum stíl, þétt að Vinstrhreyfingunni grænu famboði, flokki Steingríms J. og Ögmundar. Augu fólks eru nefnilega opnast fyrir því að þeir höfðu alltaf lög að mæla þegar glæfradýr hinna flokkanna sögðu að þeir væru"væru á móti öllu." 

-ALy


mbl.is „Eftir öðru að þjóðin fái upplýsingar með þessum hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Góður pistill....

Aldís Gunnarsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Óskar

Ég starfaði eitt sinn sem pizzasendill og fékk eitt sinn það verkefni að senda heitar lummur heim til Ögmundar. Þegar þangað var komið lét ég hann fá pizzurnar og hann greiddi.  Ég gaf Ögmundi vitlaust til baka þannig að hann fékk nokkrum þúsundköllum of mikið, án þess að ég áttaði mig á því. Hann þakkar fyrir sig og ég held á braut.

Næsta sem ég veit þegar ég er sestur inn í bíl og við það að setja í gang er það að Ögmundur stendur við bílgluggan hjá mér með peningana í hendinni.  Mér fannst það til marks um heiðarleika hans að hann hugsaði sig ekki um hvernig skyldi bregðast við, hann stökk bara út.

Síðan þá hef ég nagað mig í handabökin að hafa ekki athugað hvort hann fór út í skóm eða ekki, en veit að hann hafði amk. engan tíma til þess að klæða sig í þá hafi hann verið á sokkunum þegar hann kom til dyra.

Óskar, 17.11.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Halla Rut

Á dauða mínum átti ég frekar von, en að ég skildi segjast vera sammála þessu.

Steingrímur virðist vera sá eini sem ekki ætlar að beygja sig undir ofurvalds þjóðir Evrópu. 

Halla Rut , 17.11.2008 kl. 13:49

4 identicon

Þakkir fyrir pistilinn, ALy. – Ég má til með að bæta nokkrum konum við upptalningu þína á ærlegum og öflugum stjórnmálamönnum. Þegar ég fer yfir stafrófið koma strax upp í hugann konur sem ýmist sitja á þingi eða eiga þangað erindi: Álfheiður Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Sóley Tómasdótttir og Svandís Svavarsdóttir.

Gunnar Guttormsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband