Samfaraflokkurinn stofnaður
14.11.2008 | 22:32
Það held éf verði nú barn í brók þessi trukkaflokkur sem Sturlungur Jónsson, Einar Árnason og Pétur Gislason ætla að stofna. Þá væri nú vitlegra að stofna almennilegann samfaraflokk, fullan af géðslega kátu fólki af öllum kynjum. En framfarasnúinn trukkaflokkur verður aldrei til annars en að hlægja að ... og þó. Framfaraflokkur trukkasturlunganna fer áreiðanlega í vaskinn á sama hátt og Flokkur mannsins og Kvennalistinn.
En fullmektugur Samfaraflokkur mun sópa að sér atkvæðum við næstu kosningar eins og ryksuga ryki.
Stofnfundur Samfaraflokks Íslands verður auglýstur síðar með góðum fyrirvara.
-ALy
Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
he he he, já og Sturla vörubílstjóri sem vildi leggja niður allar nefndir þingsins, þvílíkur ruglukollur, veit ekki einu sini hvernig þingið starfar.
Valsól (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:52
Það verður gaman að lifa þegar Sturli fer að stjórna þjóðartrukknum. Þá held ég verði ekki keyrt út af veginum og fyrir björg.
-ALy
Blaðamenn Foldarinnar, 15.11.2008 kl. 09:37
Samfaraflokkurinn? Og hvert er markmiðið? Felst það kannski í nafninu?
corvus corax, 15.11.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.