Þó allir djöflar að oss veitist
11.10.2008 | 22:26
Grátið ekki, segi ég. Grátið ekki.
Þér sjálfstæðismenn, sem tárvotir kvödduð frjálshyggjuna hinstu kveðju í Valhöll í dag, vitið sem er að leik yðar er lokið. Kapítalisminn á Íslandi hefir etið börnin sín með húð og hári á undra fáum dögum.
En ...
Nú er ég horfi yfir autt sviðið, hvar frjálhyggjan strauk yður um rjóðar kinnar og kvakaði í eyru yðar ástaróði græðginnar, koma mér í hug orð listaskáldsins góða: "Nú er hún Snorrabúð stekkur. En lyngið á Lögbergi helga, blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik."
Himinblámi Flokks vors er horfinn. Gráminn hefir tekið völd í hugum vórum. Gráturinn, ekkinn, tárin, eru ein eftir til að sefa oss. Þökkum Drottni fyrir frjálshyggjuna, kapítalismann. Þökkum Drottni einnig fyrir ekkann, því hann mun svæfa yður, þá nóttin hvelfist yfir hús yðar.
En vér, sem erum af húsi og kynþætti Davíðs. Vér munum slá skjaldborg um meistara vorn, föður frjálshyggjunnar á Íslandi. Þó rigni eldi og brennisteini, og allir djöflar veitist að oss í einum kór, munum vér verja fjöregg vort, Davíð Oddsson, til síðasta manns, til síðasta blóðdropa, til enda veraldarinnar.
Guð í hæstum hæðum þerri tár yðar og leiði yður aftur til einkarekinna banka, óheftra viðskipta og ósvikins gróða. Drottinn blessi yður og vaðveiti þangað til.
Í Guðs friði.
-SrB
Tár felld á flokksráðsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Man nú enginn að fram til 1990 var Ísland nær Albaníu sem lokaðasta land Evrópu ? - Hver var í brúnni þegar siglt var til framtíðar ? Hinsvegar " gleymdist" að hafa dómara og línuverði þegar 22 " útrásar"-fótbolta-strákum var hleypt inn á völlinn !!
Listaskáldið sagði nefnilega einnig.: Ó þér unglingafjöld, og Íslands fullorðnu synir. Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá" !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:26
Svona nú, Snorri litli, svona nú
Davíð (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.