Össur segir sig til sveitar

Með því að segja, að Ísland eigi að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er Össur Skarphéðinsson að lýsa því yfir að Ísland sé gjaldþrota.

Nú er Össur margfrægur af alls konar gaspri og innantómu bulli, svo kenske er ekki meira að marka þessa yfirlýsingu hans fremur en margar aðrar. Við verður minnsta kosti að vona að maðurinn hafi hlaupið á sig hvað þetta varðar og sé bara að vaða sína venulegu steypu.

Að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er nákvæmlega það sama og þegar einstaklingur segir sig til sveitar. Að segja sig til sveitar er yfirlýsing viðkomandi um að hann geti ekki brauðfætt sig nema með hjálp samfélagsins.

Svo verðru að taka með í reikninginn, að íslenskum krötum hefur alla tíð verið nokkuð í mun að selja sjálfstæði þjóðarinnar fyrir 30 silfurpeninga, eða þaðan af minna. Þráhyggjuskotin málflutningur samfylkingarfólks um að afsala sjálfstæði Íslands í hendur ESB er skýrt dæmi um sjúklega vanmetakennd þessa fólks.

Betur færi ef forystulið Samfylkingarinnar opnaði augun og gerði sér grein fyrir að ekki dugar að sleppa Sjáfstæðisflokknum þegar hreinsa skal fjósflórinn. Það kemur ekki til greina að byggja upp nýtt þjófélag á rústum þess gamla úr efni sem hvergi á annars staðar heima en á mykjuhaunum. 

-ALy


mbl.is Ísland á að sækja um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skil ekki hvað Össur er að fara. Er honum illa við okkur eða eitthvað?

Villi Asgeirsson, 11.10.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband