Brown vill ekki erlendar glæpaklíkur á Bretlandi
10.10.2008 | 22:57
Í einu orði sagt: Það er ekki annað hægt en að dást að því hvernig Gordon Brown hefur tekið í lurginn á ómerkilegum og sjálfumglöðum íslendingum. Maðurinn virðist staðráðinn í að uppræta íslenskt fjármálaillgresi á breskri grund. Það er ekki hægt að lá honum það.
Á undanförnum misserum hafa ýmsir heimamenn á Íslandi kvartað sáran og haft uppi stór orð um litháískar glæpaklíkur sem hafi komið sér fyrir hér á landi.
Á sama hátt og við viljum ekki erlendar glæpaklíkur á Íslandi þá vill Brown hinn breski ekki sjá erlendar glæpaklíkur í sínu landi.
Verum nú sjálfum okkur samkvæm og hættum að kóa með okkar óráðsíumönnum og sláumst í lið með Gordon Brown við að uppræta slíkan óþverra.
Sparkað í liggjandi (Ís)land" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vill til að ég skil Brown
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:58
GB er hvorki góður fyrir GB né Ísland. Allt hans rölt stafar af því að hann er pólitískur vindbelgur, og er með vafstri sínu að valda Bretum skakkaföllum - þó enginn nenni að mynnast á það.
KB & Landsbankinn eru líka fyrirtæki í Bretlandi. Að setja þau viljandi á hausinn kemur sér illa fyrir alla.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.10.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.