Forkastanleg landráð og óeðli
10.10.2008 | 22:02
Við íslendingar erum í sárum. Ábyrg og bjartsýn þjóðfélagsgerð okkar hefur beðið hnekki. Í hugum fólksins blakta svartir fánar við hálfa stöng. Við höfum byggt hér upp nútímaþjóðfélag samkvæmt bestu þjóðfélagskipan sem þekkt er. Á svipstundu hafa útlenskir óráðsíumenn hrifið þetta allt burt frá okkur. Eftir situr hnípin þjóð í vanda.
En þegar mest liggur við að fólk standi saman, faðmi hvert annað, hughreysti, mæli blíðuorð af vör, ganga óþjóðholl úrþvætti fram fyrir skjöldu og hrópa vígorð gegn þeim mönnum sem eru að leiða okkur gegnum brimskaflana. Að hugsa sér að fullorðnir menn skuli hafa vera svo mikil fífl að syngja kommúníska söngva við Selabankan í dag - fyrir framan myndavélar erlendra sjónvarpsstöðva. En í eðli sínu eru svona vinnubrögð fyrst og fremst forkastanleg landráð. Já, landráð eru það og landráð skulu þau heita - og óeðli. Við erum öll hermi slegin yfir framferði þessa fólks.
Og hvar var lögreglan við þetta tækifæri?
Eflaust hefur hlakkað í ómenninu Gordon Brown þegar hann sá þessi fáránlegu mótmæli í sjónvarpinu hjá sér. Það er heldur ekki á hverjum degi sem menn svíkja þjóð sína og færa óvininum vopn upp í hendurnar.
Og sannið til, Gordon Brown mun nota vitneskju sína um mótmælaaðgerðirnar við Seðlabankann til að berja á íslenskum ráðamönnum við þær afleitu aðstæður sem þeir eru í.
-SvDr
Mótmæli á Arnarhóli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er nú meira ruglið hjá þér.
"Ábyrg og bjartsýn þjóðfélagsgerð "?
Þú ert veruleikafirrtur.
Landráðamennirnir eru siðblindu bankamennirnir og síðast en ekki síst Davíð Oddson og Geir hinn Harði sem leyfðu þeim að vaða uppi á valdatímum sínum. Fólk er einmitt í sárum út af kreppuskrímslinu sem þessir menn sköpuðu
Ari (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:24
Ekki of miklar áhyggjur kallinn minn
þetta verður allt í lagi, Davíð reddar þessu ásamt Pútín.
En helvíti söng hann Nallann vel hann Valdi smiður. Feikna góður.
Kristján Jóhannsson hvað . . .
Tryggvi Hübner, 11.10.2008 kl. 01:41
Þessi bloggfærsla hér að ofan er svo fráleit að ég geng út frá því að þetta sé brandari.
Vésteinn Valgarðsson, 11.10.2008 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.