Hún sem kyssti Haarde og Rice
19.11.2008 | 21:06
Í hvert skipti sem ég heyri í Ingbjörgu Sólrúnu nú orðið setur að mér hlátur. Flest, ef ekki allt, sem hún segir eða gerir sem ráðherra ber vott um illa heppnaðann og innihalsdrýrann stjórnmálamann. Jafnaðarmannaforingi sem kyssir og kjassar Haarde og Rice er lítið annað en skemmdarvargur sem virðist hafa einsett sér að koma óorði vinstrimenn og vinstri pólitík. Sama má segja um mörg flokkssystkyni íslenska jafnaðarmannaforingjans.
Framsóknarflokkurinn, sem fram til þessa hefur verið minn flokkur, var með réttu skammaður blóðugum skömmum fyrir undirlægjuhátt gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Ekki er auðsveipni Samfylkingarinnar og sleikjuskapur minni en Framsóknar þegar auðhyggja og spilling eiga í hlut.
Það er full ástæða til að vara vinstrisinnað fólk við Samfylkingunni; því þar fer slóttugur auðvaldsúlfur í sauðargæru.
-KK
Nauðsynlegt að vera samstiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.