Ódýrt áfengi - ekki áfallahjálp

Hvers konar aðfarir er þessi svo nefnda "áfallahjálp" sem verið er að skvetta framan í illa svikið fólk? Er verið að draga vísvitandi dár að svekktu fólki sem tapað hefur innstæðum sínum í bönkum? Er einhver hemja að afgreiða þjóðfélgsþegnanna eins og þeir séu viti sínu fjær af sorg, eða jafnvel geðveikir?

Áfallahjálp þessi gagnast ef til vill fólki sem misst hefur sína náustu í náttúrhamförum eða slysum. Ekki þeim sem tapað hafa aurum sökum eigin heimsku, látið slóttuga mammonsþjóna narra út úr sér peninga.

Það sem nú þarf að koma til er mög ódýrt áfengi. Það verður að gera þeim sem töpuðu á hlutabréfa- og peningabréfakaupum kleyft að komast yfir eins mikið af ódýru áfengi og þeir geta torgað. Það eru gömul sannindi og ný, að besta ráðið við kröggum, andlegum og líkamlegum, er að neyta víns, drekka sig út úr vandanum.

Ríkið á sem betur fer vínbúðir ÁTVR og getur því, með einu pennastriki, lækkað verð á áfengi. Þegar ég tala um lækkun á víni, á ég við 75-90% lækkun.

Ennig ætti fólk, að undangengnu viðtali við lækni eða sálfræðing, að geta fengið afsláttarkort sem framvísað væri á börum og öðrum vinveitingastöðum.

-ALy


mbl.is Aleigan í 2 Bónuspokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Athyglisverð hugmynd.

Emil Örn Kristjánsson, 10.10.2008 kl. 21:15

2 identicon

Ég vona að þetta sé kaldhæðni.

Lína (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Guð hjálpi þér Lína. Þetta er ekki kaldhæðni. Þú sérð það þegar þú lest greinina betur.

-ALy

Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 22:05

4 identicon

Það á sem sagt að gera alla að alkohólistum.

Það leysir allan vanda.

Eeeeiiiiiiiiiiinmitt.

Lína (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband