Kókaínrús og efnamenn
10.10.2008 | 17:13
Voru bankamenn í tilfinningarússi? Það er nefnilega það já. "Í tilfinningarússi."
Fyrir skemmstu var mér tjáð, að í gangi væru ljótar sögusagnir um kókanínneyslu efnamanna og yfirstéttarfóks. Ekki vil ég trúa sögusögnum af þessu tagi að óreyndu því það getur varla verið að vel settir einstaklingar noti ólögleg vímuefni til að komast í rús.
Ég þakka almættinu fyrir að bankamenn voru einungis í tilfinningarúsi í morgun. Ekki í kókaínvímu. Það hefði verið forkastanlegt.
-SrB
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Ekki vil ég trúa sögusögnum af þessu tagi að óreyndu því það getur varla verið að vel settir einstaklingar noti ólögleg vímuefni til að komast í rús."
Verð að spurja þig... Er þér alvara ?
Stebbi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:43
Engin gantast með svo alvarlegt mál upp úr þurru.
Ég vil jafnframt höfða til samvisku þeirra sem komið hafa þessum ógeðslega rymt af stað. Illar lygar geta eyðilagt meira en orð fá lýst. Að því hefi ég hvað eftir annað komist í mínu aðalstarfi.
Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.