Samansafn glæpajúða og illræðismanna
10.10.2008 | 16:34
Það er algjör óþarfi fyrir Geir Haarde að væla undan viðbrögðum Gordons Brown og annarra breta í garð íslenskra peningaþrjóta. Ég er hræddur um að það hefði hvinið í tálknunum á íslendingum ef óprúttnir englendingar hefðu stundað sömu iðju hérlendis og útrásarmennirnir íslensku lögðu stund á erlendis.
Það þarf enginn að vera undrandi á því að fólk á Bretlandi og annarsstaðar í heiminum líti á íslendinga sem samansafn glæpajúða eftir það sem á undan er gengið. Orðspor Íslands hefur beðið ótrúlegan hnekki meðal þjóðanna. Og það verður eflaust langt þangað til okkar litla þjóð fær uppreisn æru á erlendum vettvangi.
Svo heimtar forsætisráðherra og aðrir auðvaldsdindlar linnulaust, að fólk leiti ekki að sökudólgum, rétt eins og það sé engum að kenna hvernig komið er.
Það hefur hingað til ekki staðið á valdstjórninni að setja Lalla Johns og aðra af hans sauðarhúsi í fangelsi fyrir smáhnupl. En þegar kemur að raunverulegum ræningjum og pólitískum óbótamönnum, þá er fólki sagt að líta ekki í baksýnisspeglana, mæna bara glyrnum sínum fram á við - og fram hjá glæpsamlegri framgöngu illvirkja sem steypt hafa þjóðinni í glötun.
-ALy
![]() |
Brown gekk allt of langt |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Það má athuga það, hr. Skorrdal. Við á Foldinni munum kanna ummæli yðar og meta síðan hvort grundvöllur sé fyrir uppreisn æru yðar.
En þa er ekki nóg að Foldin gefi út aflátsbréf til góðra íslendinga. Íslendingar sem heild, hafa glatað æru sinni og trúverðugleika hjá þjóðum heimsins og vandséð er hvernig því verður bjargað.
-ALy
Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.