House of Baugur snúið úr hálsliðnum
9.10.2008 | 21:27
Fram yfir síðustu stundu héldu bankmeistarar íslenska bankagaldursins því farm, að "þeirra banki" stæði afburða vel, enginn brotsjór gæti grandað þeim, allt væri eins og best væri á kosið. Samt hlunkuðust þeir á hliðina, einn af öðrum, brestrípaðir og trausti og fjármagni rúnir.
Sömu örlög bíða Baugs. Hann verður snúinn úr hálsliðnum eins og ljótur andarungi.
Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Ekki einu sinni útrásarrisar frá Íslandi. Ekki heldur kvótaþjófarnir.
Bráðum búum við í hér um bil siðmenntuðu þjóðfélagi. Það er einmitt það góða við efnahags,- frjálshyggju,- og útrásarhrunið. Þetta er nefnilega gott hrun.
-ALy
![]() |
Baugur: Engin áhrif á starfsemina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það verður landhreinsun af þessu liði sem hefur blóðmjólkað Glitni banka. Gott að þetta hrun gerðist núna, frekar en síðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:36
Sammála þér Ingibörg. Það er sjaldnast gott að fresta því sem á hvort eð er að koma fram.
Og vonandi mun vinstri félagshyggja ríkja á Íslandi innan skamms og fá að lifa óáreitt - lengi.
-ALy
Blaðamenn Foldarinnar, 9.10.2008 kl. 22:11
Kannski það, en leiðinlegt að almenningur þarf að lenda í skítnum.
Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 07:28
Spillingin og glæpastarfsemin var orðin hreint ótrúleg. Fólkið í landinu lokaði augunum fyrir þessu og varð reitt þegar einhver reyndi að stöðva þá. Fólkið í landinu hélt með þeim sem hélt því í gíslingu.
Nú verður allt breytt. Við höfum vonandi lært af þessu.
Halla Rut , 10.10.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.