Bljúgur og undirgefinn með sperileggsáráttu
9.10.2008 | 21:13
Það held ég sendiherra breta hafi hlegið þegar Össur Skarphéðinsson gerði tilraun til að veita honum ofanígjöf vegna talanda Brown forsætisráðherra um íslendinga í gær. Reyndar hefur blaðamaður Foldarinnar undir höndum heimildir þess efnis að það hafi verið sendiherra breta sem veitti Össuri einarða ráðningu, en ekki öfugt.
Fundurinn byrjaði að sönnu ágætlega. En þegar Össur hugðist hella sér yfir sendiherrann, hóf sá breski gagnárás, sem var svo heiftarleg, að innan fimm mínútna var Össur oðinn eins og barin lúpa, bljúgur og undirgefinn andspænis fulltrúa Breska heimsveldisins, og sperrilegsárátta hans á bak og burt eins og hún hefði aldrei verið til staðar.
Eftir fundinn kom Össur valhoppandi út úr fundarherberginu og sagði sigri hrósandi við nærstadda: "Sáu þið hvernig ég tók hann!."
Sendiherra breta sagði á hinn bóginn, að það væri merkilegt hvað ráðherrar þjóðar sem Bretland hefði orðið að beita hryjuverkalögum væru skelfilega innantómir. Nær væri að nota leikskólaregluverk á svona kóna en hryðjuverkalög. Það væri í raun dálítið ósmekklegt að skjóta músarrindla og þúfutittlinga með fallbyssum. En stundum væri bara ekki annað í stöðunni.
-ALy
Sendiherra kallaður á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.