Ísland að þróast til kommúnisma

Á götum úti, á mannamótum og í fjölskylduboðum veltir fólk nú fyrir sér hvað sé að gerast á Íslandi. Eftir áralangt frjálsræði atvinnlífs og fjármagns, mikin kaupmátt og almenna velmegun er engu líkara en verið sé að koma á kommúnisma á Íslandi.

Frjáls fjármálastarfsemi streymir nú eins og straumþungt fljót í ríkisrekstur og þjóðnýtingu. Í kjöfarið mun frjáls atvinnustarfsemi lenda undir járnhæl kommúnískra ríkisafskipta. 

Í kjöfar brotthvarfs Framsóknarflokksins úr ríkisstjórn vorið 2007 hefur allt farið á verri og verri veg. Nú segja menn fullir iðrunar: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Að missa Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn er nú að draga þungan dilk á eftir sér. Þegar Framsókn hvarf frá völdum er eins og kommúnistarnir í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hafi gefið sér lausan taumin, sett allt á hvolf með aðgerðaleysi og óvarlegu og móðgandi orðbragði í garð vinaþjóða okkar.

Það var heldur ekki von á góðu þegar félagarnir Davíð Oddsson og Össur Skarphéðinsson náðu loks að læsa saman klónum. Þessir kauðar eru, báðir tveir, hættulegir alræðissinnar, kommúnistar.

 -KK


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

með því að bölva kommonistanum býst ég við að þú lofir Kapítalisman sem nú er allur að hrynja um allan heim á sama tíma...

marino (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Það er mikill misskilningur að kapítalisminn sé að hrynja. Kapítalisminn hrynur ekki þó nokkrir launráðamenn hafi smokrað sér þangað sem þeir áttu ekki annað erindi en að vinna skemmdarverk.

-KK

Blaðamenn Foldarinnar, 9.10.2008 kl. 18:45

3 identicon

Thetta birtist thvi midur sem fall kapitalismans ef ad gengid er ad hordustu og svartsynustu greiningu.  Lydrædi er heimsins yngsta og frjalsasta stjornarform og frjalsa vidskiptakerfi thess stjornkerfis er i raun thad sem vid i daglegu tali kollum kapitalisma.  Halfgerd keppni thar sem einhverjir verda ad tapa svo adrir vinni.  Svo heyrast ad sjalfsogdu eingongu raddir sigurvegaranna svo ad utkoman verdur gallalaust kerfi i augum thegna sem leyft geta ser einhvern munad i formi neyslu i nær kedjubrefavirkandi platlanakerfi.....einhver osammala?  En rett eins og meirihluti ibua heimsins hefur synt med misnotkun sinni a frjalsrædisgloppum lydrædisins og hinu fræga "einstaklingsfrelsi", tha er theim monnum/konum/fyrirtækjum sem setja thad i forgang ad standa uppi sem sigurvegarar i thessu kerfi, litt treystandi til ad standa vord um hagsmuna theirra fjolmorgu sem eru hadir godu gengi thessa kerfis.  Thvi ad thetta er eina kerfid sem i bodi er.  Rett eins og vid Islendingar vorum hadir thvi ad hafa okkar smavidskipti innanlands i flækt inn i einkarekid hagkerfi sem var morg hundrud prosentum stærra en thad hagkerfi sem vid vinnum i, stydjum med skatti og latum fe okkar i.  Hvernig gekk med thad kerfi.  Thurftu ekki skuldugu gradugu unglingarnir sem ætludu ad eignast heiminn, bara ad ad fa hjalp fra mommu og pabba thegar skuldhafar birtust a troppunum.

En hva veit eg... eg er nu bara smidur sem ekkert a.  Og sem betur fer.

Hauken (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:20

4 identicon

Sæl öll saman

ég vona að þið áttið ykkur á því að Kommúnistinn og kapítalistinn eru systkin. þau slást og rífast og bítast og kíttast en eru í raun alveg eins saman kominn af sömu genum og það er oftast þannig að á milli systkina vantar oft eitthvað til að þau geti bara verið góð. Kapítalisminn vill fá ríka og marga fátæka sem í þykjustunni geta strokið um frjálst höfuð. Kommúnistinn hins vegar vill marga fátæklinga og færri ríkari til að hafa stjórn á fátæklingunum. og segið mér svo hver er munurinn.

Hanabjálkinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband