Sú var ógæfa Sjálfstæðisflokksins

Sú var ógæfa Sjálfstæðisflokksins að lenda í slagtogi með Framsóknarflokknum árið 1995 og stunda þann vonda félagsskap þar til fyrir rúmu ári síðan. En þá var líka of seint að snúa við; framsóknaróværan hafði heltekið þjóðarlíkamann, gert hann að fárveikum sjúklingi.

Upp úr vinskap Sjálfstæðisflokksins við Framsókn spruttu upp snarvöndlar og gorkúlur eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson í Samskip, Siguður Einarsson í Kaupþingi og Björn Ingi Hrafnsson, svo einhverjir séu nefdir, og eyðilögðu þá góðu frjálshyggjustjórnmálastefnu sem Davíð Oddsson hafði lagt grunninn að með krötunum.

Það dylst engum, sem þekkir til innan Sjálfstæðisflokksins, að Halldór Ásgrímsson og hans hjörð, hafði afar slæm áhrif á Davíð Oddsson og ruglaði hann í ríminu. Fór svo að lokum að Davíð varð að yfirgefa ríkisstjórnina og flytja sig yfir í Seðlabankann til að ná áttum sem og vopnum sínum.

Eftirmaður Davíðs á formannsstóli Sjálfstæðisflokksins er dula, svo mikil dula og liðleskja sem mest má vera. Og sennilega framsóknarmaður í þokkabót. Það er að minnsta kosti eitthvað að manninum.

Nú má Davíð Oddsson sitja undir ámæli allrahanda undimálsmanna, úrþvætta og fáráðlinga, sem telja sig þess umkomna að fara fram á að Davíð verði rekinn úr Seðlabankanum. Kveður svo rammt að þessum óþverra, að jafnvel framsóknarmenn með þroskabrest leyfa sér að bera landráð og föðurlandssvik upp á þann mann, Davíð Oddsson, sem ann þjóð sinni meir en nokkur annar Íslendingur. Það verður að stoppa þau skammarkvikindi af, sem nota frelsi sitt til að ganga laus, til að sverta og svívirða albesta fólk þóðarinnar.

Í Guðs friði.

-SrB


mbl.is Talar ekki um Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahhahahahahaahha

það eru einmitt svona grínistar eins og þú sem halda manni á lífi jú það gæti verið að Geir væri bara framsóknarmaður eins og Halldór sjálfstæðismaður. en til að fatta það og fara að hugsa eins og framsóknarmaður þarf Geir að losa bindið og leyfa blóðinu að streyma upp í haus.

kveðja Haninnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

Haninn hallti (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband