Dagur gleði og fögnuðar

Það önduðu margir léttar á miðnætti í nótt þegar ljóst varð að glærfraflokkurinn Kaupþing hafði lotið í gras vegna eigin óráðsíu og siðvillu. Þar með voru bankaskrímslin þrjú á Íslandi dauð, sem betur fer.

Við munum öll hina innilegu gleði frjálshyggjupúkanna í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki þegar þeir færðu sínum útvöldu Landsbankann og Búnaðarbankann að gjöf. Þá var nú gleði og og geislandi hlátur sem bergmálar enn. Og útrásardátarnir voru ferðbúnir og létu úr höfn. Við það tækifæri stóðu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ágrímssonar sem báðu hina hugrökku frjálshyggjuhermenn fyrir kveðjur sínar og Íslands suður um höfin. 

En skjótt skipast veður í lofti. Eftir glæsilega sigurgöngu útrásar- og frjálhyggjuhersins var flota auðvaldsins á Íslandi sökkt. En það sem einhverjum kann að þykja merkilegt, er að þessi snautlegi skipstapi er alþýðunni á Íslandi sérstakt gleðienfi og það langþráð gleðiefni.

Nú eru dagar félagshyggju á Íslandi upprunnir - frjálshyggjan er dauð og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Og ekki má gleyma garminum honum Katli, því Framsókarflokkurinn er auðvitað dauður líka.

Hann Þórður er dauður! Það fór vel. Loff Malakoff.

Við kryfjum hann, þann húðarsel. Loff Malakoff ... 

-ALy


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband