Persónulegt happ

Mánaðarritlingurinn "Séð og heyrt" er tvímælalaust sóðalegasta rit sem gefið er út á Íslandi. Í því blaði er spilað á syndsamlegar hvatir fólks eins og forvitni, gægjusýki, hégóm og kynlífsfíkn, svo eitthvað sé nefnt.

Það vekur því sanna gleði að ritstjóri slíks sorablaðs skuli, af Hæstarétti Íslands, vera dæmdur til fjársektar upp á 500 þúsund krónur og að orð hans í garð saklausrar konu séu dauð og ómerk. Enda eru þeir menn ómerkir sem standa að bölvun eins og "Séð og Heyrt."

Í eins tíð kom þó út snepill sem var að sönnu hálfu verri en hi ómerka "Séð og heyrt", en þar á ég vitaskuld við það gerspillta klámblað "Bleikt og blátt." Í því blaði var lögð, eins og menn muna, sérstök rækt við öfuguggaskap af því tagi sem engin orð fá lýst til fullnustu.

Ég tel það til mikils persónulegs happs, að hafa átt drjúgan þátt í að koma "Bleiku og bláu" fyrir kattarnef á sínum tíma. Það tók mikið á því Djöflinum var mikið kappsmál að verja þetta afkvæmi sitt. En með sönnum Guðs innblæstri tókst að kveða sæði Satans niður fyrir fullt og allt í það sinn.

Og vonandi fer og þannig með "Séð og heyrt" innan tíðar.

Í Guðs friði.

-SrB


mbl.is Ummæli í Séð&heyrt ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband