Palin fellur fráleitt í áliti hjá þjóð sinni
2.10.2008 | 17:03
Það er algjörlega fráleitt að hákristin kona eins og Sara Palin geti fallið í áliti hjá kristinni þjóð eins og bandaríkjamönnum.
Sara Palin er að sönnu hákristin og hefur í heiðri öll þau kristnu lífsgildi sem eina konu geta prýtt. Og að sönnu er hún hægri sinnuð eins og Jesús Kristur var og er. Hún er sem sagt glæsilegur fulltrúi frelsis og manngæsku og sem slík í fremstu röð í hinum lýðfrjálsa heimi.
Í Guðs friði.
-SrB
Palin fellur í áliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski segir það eitthvað um að Bandaríkjamenn séu ekki eins stangtrúaðir og haldið hefur fram.
Enda kemur ekkert gott útúr því að vera strangtrúaður, sama hvaða trúarbrögðum maður aðhyllist.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:09
Ég er mikið hissa á manni eins og þér, Jóhannes H. Laxdal, að láta annað eins út úr þér. Það hefur engum farnast vel sem haft hefir í frammi dólgshátt andspænis Almættinu.
Ég mun minnast þín í bænum mínum og biðja algóðan Guð að fyrirgefa þér og sýna þér ljósið.
-SrB
Blaðamenn Foldarinnar, 2.10.2008 kl. 22:37
hvernig finnurðu mögulega út að kristur hafi verið hægrisinnaður??
ég get ekki séð betur en að hann hafi verið langt því frá, allavega man ég ekki eftir honum tala um að auður sé mælihvarði á menn né að peningar og völd réttlæti gjörðir manna =/
Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.