Davíð er í þann veginn að reka Samfylkinguna úr ríkisstjórn
1.10.2008 | 13:00
Þó hart sé á dalnum í efnahagslífinu og ástandið eigi ef til vill eftir að harðna enn meir, er þó engin ástæða til að örvænta. Það er til dæmis góðs viti, að Davíð Oddsson hefur tekið völdin í sínar hendur. Ef Davíð tekst ekki hagræða seglum þjóðarskútunnar getur það enginn.
Eftir því sem fregnir herma, og það eru nokkuð áreiðanlegar fregnir, þá mun Davíð vera orðinn ákveðinn í að reka Samfylkinguna úr ríkisstjórn og taka Vinstrihreyfingurna grænt framboð og Kristinn H. Gunnarsson inn í ríkisstjórnina í staðinn. Davíð veit ag gamalli reynslu, að í svona málum verður að hafa snör handtök enda segja þeir sem gerst vita að ofangreind flokkaskipti séu komin mun lengra á rekspöl en nokkurn utanað komandi grunar.
Það vakti athygli um helgina að Davíð hafði Samfylkinguna að engu með í ráðum þegar hann tók Glitni banka hf traustataki til að bjarga samfélaaginu frá hruni. Það segir sína sögu, þegar viðskiptaráðherra ríkisstjórnarinnar er haldið utan við svo veigamikla aðgerð sem Glitnistakan er.
En það verður dásamlegt að losna við Samfylkinguna úr ríkisstjórn, því sannast sagna er Samfylkingin líklegast lang linasti, lélegasti og ráðalausasti stjórnmálaflokkur sem starfræktur hefur verið á Íslandi fyrr og síðar.
-FrI
Krónan á enn eftir að veikjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta blogg ykkar er algjör snilld :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.10.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.