Ærulaus glæpamaður endurreistur
1.10.2008 | 12:36
Nikulás II rússakeisari kom fótunum undir bolsévika með skefjalaustu tómlæti sínu. Um það þarf vart að deila. Þegar blsévikar lóguðu keisarafjölskyldunni var Nikulás löngu orðinn ærulaus langt út fyrir gröf og dauða að eilífu út af skítlegri framkomu sinni við þegna sína; hann bara mókti eins og ráðalaus hundur meðan rússneska þjóðin svalt heilu hungri. Það var því ekki við öðru að búast en hann fengi fyrir ferðina að lokum.
Ég veit eiginlega ekki hvernig Hæstarétti Rússlands hefur dottið í hug að framkvæma hið ómögulega, þ.e. veita ærulausum keisarafanti uppreins æru. Og það næstum því 100 árum eftir að samtíðarmenn hans þökkuðu honum fyrir meðferðina með riffilskoti. Hæstarétti Rússlands hefur í þessu tilfelli yfirsést að meiri líkur eru á að upp verði fundin nothæf, kraftmikil eilífðarvél en að hægt sé að endurreisa æru löngu látins glæpamanns.
Það að rússar hafi, með hæstaréttardómi, gert Nikulás II að háæruverðugri persónu, er svona álíka gáfulegt og að Hæstiréttur Íslands úrkurðaði að Axlar-Björn skuli fá uppreisn æru. Reyndar verður að taka fram, svo allrar sanngirni sé gætt, að fjöldi þeirra sem Axlar-Björn myrti er aðeins brota-brotabrot af þeim manngrúa sem lá í valnum af völdum Nikulásar keisara sem nú hefur endurheimt æru sína.
-ALy
Rússneska keisarafjölskyldan fær uppreisn æru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verið ekki að væla yfir svona smámunum.
Bolsévika helvítin voru miklu verri en þessi blessaða keisarafjöldskylda og andstæðingar rauðu skepnanna fengu sko einnig að finna fyrir því.
Jón (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.