Enn meiri hefnd í vændum ef óhróðrinum linnir ekki
30.9.2008 | 22:08
Fram til þessa dags hefur ekki borið góðan ávöxt að veitast að ráðamönnum þjóðarinnar með upphrópunum og illu umtali. Í hinu daglega lífi koma ætíð upp vandamál sem þarf að leysa og verður að leysa. Glitnir banki hf. var sokkinn niður í kviksyndi fjármálaóreiðunnar í heiminum og hefði borið þar beinin hefði Davíð Oddsson tekið í taumana og komið bankanum á þurrt í tíma. Þessi einföldu sannindi verða menn að skilja, hvort sem þeir heita Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, eða eitthvað annað.
Þess vegna er raunarlegt að horfa upp á Þorstein Má og Jón Ásgeir, sem hafa svo sannarlega fengið sín tækifæri í lífinu, veitast opinberlega að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra með óhróðri og dylgjum. Þessir duglegu drengir, sem hafa baðað sig í því frelsi sem Davíð Oddsson færði þeim þegar hann komst til valda, reyna nú hvað þeir geta til að sverta mannorð hans með því að læða inn í umræðuna að Davíð sé óhæfur í opinberri þjónustu og jafnvel bankaræningi! Ég fordæmi slíkan munnsöfnuð. Árinni kennir illur ræðara. En ég bið líka föður ljóssins að miskuna þeim glitnisforkólfum því þeir vita alls ekki hvað þeir eru að segja eða gjöra.
Fyrr í kvöld hitti ég góða konu, framúrskarandi heiðarlega og tæra í andanum. Þessi kona hefir það sem kallað er spádómsgáfa. Hún sagði okkur sem viðstaddir voru, að ef helstu stjórnendur Glitnis banka hf. létu ekki starx af dylgjum sínum og óhróðri í garð Davíðs Oddssonar ættu þeir í vændum enn meiri hefnd en nú þegar er fram komin. Þessari merku konu hefir aldrei brugðist í því sem hún hefir spáð.
Í Guðs friði.
-SrB
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Athugasemdir
Sammála! Teir vildu bara fá 84 MILJARÐA AÐ LÁNI!! Tað var bara ekkert annað að gera enn að gera tetta svona,ekki hefði ég viljað lána teim tað er á tæru!!!
óli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:20
En að Þorsteinn skuli biðja hluthafa afsökunnar á að hafa leitað til seðlabankans og segir það sín stærstu mistök. ótrúlegt.
Kveldúlfur, 30.9.2008 kl. 22:26
Þoli ekki lið sem getur ekki komið fram undir eigin nafni og skvett úr koppnum sínum...
Ekki beint gæfulegt eða gáfulegt lið.
Haldið ykkur bara við miðilsfundina,
Böhhhhhh
Hanna Arnarsdottir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.