Fyrr mun ég liggja dauð

Ekki er nema von að Jón ásgeir sé meyr og kökri eins og tjargaður gæsasteggur eftir yfirhalninguna sem Davíð Oddsson veitti honum um helgina. Menn hafa fellt tár af minna tilefni. Vissulega rassskelti Davíð stjórnarformann Baugs fast og ag innlifun. Þetta var stórflenging á heimsmælikvarða.

Þrátt fyrir allt reynir Jón Ásgeir þó að bera sig mannalega og talar um að nú muni hann nota tímann til að endurskipuleggja rekstur sinn. Sá grunur læðist þó að, að sú endurskipulagning kunni að enda með einni pylsusoppu uppi á Arnardalsheiði um það bil sem krossinn verður rekinn ofan í leiði Baugsveldisins.

Nokkuð hefur borið á, að rætnar eiturtungur haldi því fram, eins og ekkert sé, að björgunarleiðangur Davíðs Oddssonar á sunnudaginn hafi fyrst og fremst verið farinn til að ná fram afgerandi hefndum á Jóni Ásgeiri og Jóhannesi föður hans, láta þá finna til tevatnsins, sýna þeim í eitt skipti fyrir öll hvar Davíð keypti ölið. Þessi kenning er auðvitað öldungis fráleit enda sprottin upp af biluðu sálarlífi, illgirni. Davíð Oddsson var einungis að bjarga þjóð sinni úr klóm Jóns Ásgeirs og annarra fjárglæframanna. Fyrir það á Davíð mikið lof skilið.

Það er síðan eðlileg framvinda þessa máls, að Björgólfsfeðgar taki við Glitni úr höndum ríkisins. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef ríkið færi aftur að reka banka með ellri þeirri spillingu sem slíkum rekstri fylgir; eða vill fólk kanske að menn á borð við Sverri Hermannson verði endurreistir sem ríkisbankastjórar? Svarið er einfalt: Fólk vill það ekki.

Þó móti blási þessa stundina, megum við, sem höfum tileinkað okkur frelsis- og sjálfstæðishugsjónina, ekki gefast upp, leggja hendur í skaut og láta ríkisafskiptasinna, kommúnista og götulýð taka öll völd í þjóðfélaginu, en á því er vissulega töluverð hætta eins og allt er í pottinn búið. Við verðum að berjast af alefli fyrir frelsi og frjálshyggju sem aldrei fyrr.

Fyrr mun ég liggja dauð en verða rauð.

-SvDr


mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Né heldur skaltu blána og þrútna eins og kapítalisti með þarmastíflu af verðlausum pappírum og innihaldslausum loforðum.

Eins og manni finnst staðan í dag skiptir litlu hvort bláa hendin reki samfélagið í kaf í skuldafen smánarinnar eða rauði pískurinn lemji lýðinn til hlýðni með forræðishyggja frá helvíti, fólkið í landinu tapar. Útaf með þennan lýð og inn með nýtt fólk sem getur hugsað í fleiri litbrigðum.

Magnús (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hressilegt vefrit, sem hlífir ekki. Þetta er skemmtileg lesning.

Auðvitað á ekki að ríkisvæða bankana upp á nýtt en það þarf eftirlit til. Við höfum greinilega ekki náð þeim þroska að reka slík fyrirtæki. Það gengur ekki að láta einhverja "spúttnikka" bruðla með lífeyri fólks á jafn óábyrgan hátt og þeir hafa komist upp með án þess að vera nokkurn tíma kallaðir til ábyrgðar. Menn verða að gera sér grein fyrir því til hvers þeir eru ráðnir. Til þess ávaxta fé þeirra sem treysa þeim fyrir því... ekki til að skammta sér ofurlaun þegar allt er á hraðri niðurleið og eyða stórfé í skemmta sér og öðrum.

Lifi blái liturinn.

Emil Örn Kristjánsson, 30.9.2008 kl. 14:51

3 identicon

Sorrý en þetta gengur bara ekki upp hjá þér.

Það var Davíð sem gaf og nú er það Davíð sem tekur. Þannig er þetta nú. Dabbi kallin með auma stuðningmenn eins og þig og þína líka hefur gefið græðgishyggjunni lausan tauminn. Bíddu á nú að sella skuldinni yfir á Jón Ásgeir og félaga. Ha ha ha ég get bara ekki annað en hlegið. Núna fáið þið bara að finna fyrir því hversu gott það er að lifa í frjálsa líðræðisríkinu þar sem allt er svo frjálst fyrir suma bara ekki alla. Og úr því að eignir ríkisins gátu nú ekki lent hjá réttum aðilum (þe góðvinum Davíðs og co) þá er rétt að hrifsa það til baka og rétta svo aftur hinum vel völdu vinum. Frelsi sjalfstæðisflokksins er nefninlega og hefur aldrey verið ætlað öllum. Bara útvöldum.

Hanna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband