Gjafir eru yður gefnar
29.9.2008 | 21:47
Það mun vera fyllilega raunhæf aðgerð af hálfu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar að kaupa Glitni banka hf og færa hann eigendum Landsbankans - að gjöf. Það myndi styrkja efnahagslíf þjóðarinnar í þeirri nístandi kulnun á fjármagnsmarkaðnum sem þjóðir heims takast á við um þessar mundir.Og engir eru betur til þess fallnir að taka við gjöfum frá Seðlabanka og ríki er hinir góðu og gegnu Björgólfsfeðgar. Drottinn blessi þá og varðveiti.
Enn hefur Davíð Oddsson sannað að hann er mesti stjórnvitringur Íslands, kanske allrar íslandssögunnar, en með afburða skörpum viðbrögðum sínum síðustu tvo sólarhringana bjargaði hann þjóð sinni frá glötun, með Guðs hjálp.
Við íslendingar getum hrósað happi að eiga slíkan mann sem Davíð Oddsson er. Það hefur margsinnis komið á daginn að Davíð Oddsson starfar og lifir undir handarjaðri algóðs Guðs sem leiðir hann markvisst gegnum góða tíma sem slæma. Og ætíð skilar hann skipi sínu í höfn á réttum tíma þrátt fyrir válynd veður á köflum.
Eftir 1000 ár verður Davíðs Oddssons minnst sem mesta stórmennis Íslands, spámanns sem hlustaði grant eftir vilja Drottins og fór eftir honum í hvívetna þjóð sinni til heilla og hamingju. Það er mikil náð að eiga Davíð Oddsson. Blessað veri hans nafn um aldur og eilífð.
Guð gefi ykkur góða nótt ágætu lesendur.
Í Guðs friði.
-SrB
Möguleg sameining Landsbankans og Glitnis rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.