Illgirni dana á sér engin takmörk

Það kemur höfundi þessa pistils nokkuð spánskt fyrir sjónir, að danir hafi allt í einu áhyggjur af Íslandi. Að minnsta kosti fer fáum sögum af áhyggjum þessarar fyrrum herraþjóðar íslendinga á þeim tímabilum sem lá við landauðn á Íslandi sökum hungurs og harðinda og heyrði þó Ísland undir dönsku krúnuna í þá daga.

Áhyggjur dana af þessu sinni draga fyrst og fremst dám af illgirni í garð íslendinga; þeir hlakka yfir óförum í efnahagslífi okkar, en þessháttar hugarfar er stundum kallað þórðargleði til heiðurs Þórði nokkrum sem þekktur var fyrir að gleðjast yfir óförum annarra.

Ef danskir spjátrungar ætla að halda áfram að skensa íslendinga á þessum nótum, nýta tækifærið meðan það gefst og við eigum erfitt uppdráttar, verða stjórnvöld okkar að bregðast við af fullum þunga. Í þeim efnum kemur vel til mála að slíta stjórnmálasambandi okkar við Danmörku og fylgja því eftir með því að vísa dönum sem búa á Íslandi úr landi. Það er hvort eð er ekkert þjóðhagslegt gagn að þessu fólki fyrir okkur, nema síður sé.

Verði hinsvegar niðursveiflan á íslenskum fjármálamarkaði til þess að skaða hagkerfi dana og leggja það í rúst, má segja að okkar bankakrísa hafi ekki verið til einskis. Því það skulu danir vita, að íslendingum er ósárt að sjá þá einu sinni veltast upp úr skítnum, bjargarlausa og vinalausa. 

ALy


mbl.is Danir hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband