Auðvitað verður Geir Haarde að biðjast lausnar og boða til kosninga
29.9.2008 | 13:50
Nú er svo komið, að Geir Haarde forsætisráðherra á óhægt um vik með að þurfa ekki að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og boða í framhaldi af því til alþingiskosninga.
Ríkisstjórn Geirs hefur, eins og menn muna, flotið steinsofandi að feigðarósi og er nú svo komið að ekki verður aftur snúið. Samstarfsflokkur Sjálfstæðismann í ríkisstjórn hefur enda sannað að hann er eins og hvert annað rekald og ótækur í ríkisstjórn. Þegar við bætist, að Geir er farinn að þjóðnýta stórar fjámálastofnanir, þvert ofan í stefnu flokks hans og ríkisstjórnarinnar, er borðliggjandi fyrir hann að efna til kosninga og freista þess að Sjálfstæðiflokkurinn haldi sjó í þeim kosningum og þá ekki síður, að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum og vinni mikinn kosningasigur, svo unnt sé að þessir tveir lýðræðisflokkar nái að mynda sterka ríkisstjórn svo hægt verði að halda áfram þar sem frá var horfið í samstarfi flokkanna.
Nú er einmitt rétti tíminn til að einhenda sér í stórar virkjanaframkvæmdir til að skapa grunvöll fyrir stóraukinn áliðnað í landinu. Það er það eina sem getur bjargað þjóðinni við þessa erfiðu aðstæður. En til að svo geti orðið verður Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig við gungurnar og rugludallana í Samfylkingunni og Framsókn komi sterk inn á nýjan leik.
SvDr
Geta treyst styrk Glitnis áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Athugasemdir
Við íslendingar eigum því láni að fagna að hafa búið í lýðræðisríki síðan 1991 þegar fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við valdataumunum. Þar á undan ríkti kommúnísk stjórn undir forræði Ólafs Ragnars Grímssonar og Svavars Gestssonar.
En nú eru teikn á lofti um að lýðræðistímabilið á Íslandi sé á enda um óákveðinn tíma. Aðeins tilhugsunin um slíkt veldur fólki verulegum hrolli.
Blaðamenn Foldarinnar, 29.9.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.