Frelsi í hættu og hortugheit kommúnista

Með yfittöku ríkisins á Glitni banka hf. hafa orðið mikil þáttaskil á Íslandi. Nýfrjálshyggjustefna Hannesar Hólmstein, Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar hefur steytt á skeri og brotnar þessa dagana í spón án þess að nokkur geti rönd við reist - því miður.

Það er ekkert gamanmál fyrir okkur sem aðhyllumst alfrjálsan markað, að horfa upp á þetta gerast, sá draumana hrynja, en ríkisafskipti með öll sín boð og bönn halda innreið sína á nýjan leik. Það er sárara en tárum taki. Og við spyrjum hvert annað í örvinglun, hvað hafi eiginlega gerst, hvað hafi klikkað, hverjir hafi brugðist.

Ekki er síður sárt að horfa upp á Davíð Oddsson og Geir Haarde, mestu hugsjónamenn þjóðarinnar hvað frelsi og afnám ríkisafskipta varðar, þurfa að standa að því að beygja af leið og stofna ríkisbanka af því að einhverjir aðrir brugðust.

Og eins og við var að búast, vantar ekki hortugheitin í þessa svokölluðu vinstrimenn í dag. Á stundum sem þessum kemur í ljós hvern mann þeir hafa að geyma í raun og veru. Nú skríða þessi kvikindi undan sauðagærum vinstri grænnar samfylkingar og eru ekkert að fela sitt kommúníska innræti. Það yrði óneitanlega hræðilegt slys, ef þrengingar á fjármálamörkuðum verða til þess að óvinir frelsis og mannréttinda komast til valda. Einræði og stalínismi er það sem vinstrigræna samfylkingin vill, þegar öll kurl eru komin til grafar, þröngva upp á fólk og takist þessu fólki að hrifsa til sín völdin í lýðræðislegum alþingiskosningum fer að verða stutt í Gúlagið.

Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins voru birt viðtöl við kommúnistana Steingrím J. Sigfússon og Grétar Þorsteinsson forseta ASÍ, þar sem þeir heimtuðu að yfirmenn Glitnis banka hf. yrðu reknir og sakamálarannsókn færi fram á bankanum. 

það er ljóst, að unnendur frelsishugjónarinnar verða að vera vel á varðbergi á næstunni og standa vel í ístaðið gagnvart niðurrifsöflum kommúnismans, sem telja án nokkurs vafa að nú sé þeirra tími upp runninn og í því sambandi skiptir ekki máli hvort þessir vinstri öfgamenn eru í Samfylkingunni eða Vinstrigrænum.

FrI


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Eina leiðin til að standa vörð um frelsið er að skilja hvaðan bólan og hrunið í kjölfarið koma. Austurríska hagfræðin spáði fyrir hrunið 1929 og kreppuna miklu sem fylgdi í kjölfarið sem óhjákvæmileg afleiðing "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Húsnæðisbólan hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef ódýrt lánsfé að utan hefði ekki flætt yfir okkur. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og aðrir fylgdu á eftir.

Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna þú gast tekið ódýr lán sem núna er dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna þú varst að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:

9: Inflation and the Business Cycle  (Verðbólga og Hagsveiflan)

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 13:58

2 identicon

Þegar menn alhæfa á slíkan hátt eins og gert er í þessari færslu kemur sannarlega upp um fáfræði ritarans.

Karítas (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:17

3 identicon

Já þetta er ömurlegt að heyra helvítis kommatittina vera að rífa sig. Hringleikahús hlutabréfavitleysunnar er stórkostlega eðlilegt í nýfrjálshyggjunni þar sem allt má á kostnað annarra. Hvað ætli Lárus Welding fái útborgað á miðvikudaginn? Hættiði þessari frjálshyggjusteypu - hún virkar ekki því siðleysið sem fylgir henni er algjört. SKiljanlegt að höfundar vilji ekki skrifa undir nafni því halda mætti að þetta væri pjúra kaldhæðni.

Ívar Örn Reynisson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:34

4 identicon

Holíkrap hvað þetta var illa skrifaður pistill!

Einkar gegnsær líka; þar sem hægrimönnum gengur illa skal benda á vinstri menn og kalla frelsisóvini.

Tool.

Ste (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Það fer ekki á milli mála, Skorrdal, að komist fólk með kommúníska hugsun til valda á Íslandi verða sett á boð og bönn varðandi inn- og útflutning. Þá verur vafalaust haldið inn á brautir þjóðnýtingar og alræðis. Það þarf ekki að fara lengra en til Venusúela til að sjá hvernig sósíalistar fara að, komist þeir til valda.

Það má vera að pistillinn sé illa skrifaður. En hvað um það, þá kemur hann við kaunin á vinstrimönnum því þeim er margt betur gefið en að þola að heyra ómengaðan sannleikann um hugsjónir alræðissinna.

FrI

Blaðamenn Foldarinnar, 29.9.2008 kl. 17:07

6 identicon

Höfundur er í mótsögn, þú talar um kosti einkavæðingar og frjálshyggju en það er einmitt meinið og gekk ekki upp, þegar frjálshyggjan fer út í öfgar og aðeins fáeinir útvaldir hagnast gígantískt þá hlítur það að koma niður á einhverju öðru, s.s útrás og illa skipulögð fjármálastefna bankans með ofurlaunum til forystumanna hans kom á endanum niður á bankanum sjálfum...

Sunna (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:00

7 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Það er augljóst, að Ólafur Skorrdal og Sunna kunna ekki listina að skammast sín.

Það er vægast sagt ósmekklegt að tala um að "Fasistaflokkur hafi verið við völd á Íslandi síðan 1991. Svona málfar nota ekki aðrir en öfga kommúnistar og heimskt verkalýðspakk.

Síðan er bullið í Sunnu kapítuli út af fyrir sig, mengað af öfund og illgirni í garð athafnafólks sem hefur frelsi og mannúð að markmiði í störfum sínum.

FrI

Blaðamenn Foldarinnar, 29.9.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband