Náði hann öllum í einu skoti?

Varla líður sá klukkutími að ekki sé einhver skotinn til bana í heiminum. Það telst því hér um bil ekki frásagnarvert þó tveir karlmenn og ein kona hafi verið aflífuð með skotvopni í Ballerup í Danmörku.

Það eina sem heita má athyglisvert við þessa frétt er að fólkið var skotið með haglabyssu. Það leiðir aftur hugan að því hve mörg skot morðinginn þurfti að nota til að koma vilja sínum fram. Úr haglabyssum dreifast litlar blýkúlur í allar áttir, sem gerir að verkum, að vel má hæfa þrjár manneskjur, sem standa í hóp, í einu skoti.

Hvernig sem þessu hefur farið fram í Ballerup, þá væri forvitnilegt að vita hvort glæpamaðurinn náði körlunum og konunni í einu skoti eða fleirum. Hafi hann ná þeim í einu skoti þýðir það minni sóun á veðmætum og byssueigandinn hefur haldið heim á leið með tveim ónotuðum skotum fleiri en hefði hann þurft að eyða einu skoti á mann. Hafa ber í huga, að haglaskot eru dýr og hverjum manni ber að spara þau svo sem kostur er.

 

ALy


mbl.is Þrjú fundust látin í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur húmor   Það eiga mergir eftir að miskilja hann.

Kári B (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ertu fimm ára

Eysteinn Skarphéðinsson, 29.9.2008 kl. 08:24

3 identicon

já.. ég hef ekki húmor fyrir þessu... finnst þetta langt frá því að vera skemmtilegt. Eiginlega bara frekar óviðeigandi..

..en það er nú bara mín skoðun.

Björg (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband