Moldviðri hefndarinnar

Það hefir löngum verið plagsiður ýmissa smákónga sem trúað hefir verið fyrir ríkistofnunum að hafa í engu þann fjarhagsramma sem þeim hefir verið skammtaður af Alþingi. Þessháttar menn stofna óhikað við að stofna til fárútláta langt um það sem þeim var ætlaður. Þegar allt er síðan komið í óefni, verður Alþingi að koma þessum mönnum og stofnun þeirra til bjargar með aukafjármagni. En hinir eyðslusömu smákóngar kunna aldrei að sjá að sér og halda áfram að vaða óráðsíuelginn ár eftir ár og skáka í því skjóli að ríkisvaldið sýni þeim óendanlegt langlundargeð.

Loks kom að því, að Björn Bjarnason ráðherra dóms- og kirkjumála, tók af skarið og sýndi einum af undirsátum sínum í tvo heimana. Hann auglýsti starf lögreglustjóra Suðurnesja laust til umsóknar því honum misbauð peningaleg framúrkeyrsla embættisins. Auðvitað tók lögreglustjórinn röggsemi ráðherra óstinnt upp og efndi fjölmiðlafárs í þeirri von að honum tækist að espa óupplýsta landsmenn upp á móti dóms- og kirkumálaráðherra. Og það hefur lögreglustjóranum tekist að hluta. Í moldviðri síðustu daga hafa þó nokkrir óboðnir, fljótfærnir álitsgjafar látið í það skína, að Björn Bjarnason ætti að segja af sér ráðherradómi fyrir það eitt að freista þess að stemma stigu við óábyrgu bruðli með opinbert fé sem stofnað er til í bága við fjárlög ríkisins. 

Jóhann R. Benediktsson kaus að virða að vettugi umvandanir yfirboðara síns og hélt til streitu að frara með sitt embætti fram úr fjárlögum. Þegar honum varð ljóst að hann kæmist ekki upp með iðju sína lengur lét hann sér ekki nægja að hverfa á braut einn síns liðs, heldur drá hann með sér í fallinu þrjá veikgeðja undirmenn sína. Vart þarf að fjölyrða um hvað að baki liggur slíkri hefndaraðgerð og varla þakkar almenningur á Suðurnesjum fráfarandi lögreglustjóra tilraun hans til að skaða löggæsluna á svæðinu meir en tilefnið gefur til kynna.

En þrátt fyrir allt verðum við breyskir menn að fyrirgefa Jóhanni R. Benediktssyni gönuhlaupin og minnast hans af einlægni í bænum vorum. Eða eins og Jesús Kristur sagði: "Ef náungi þinn gefur þér löðrung, þá skaltu ekki reiðast, heldur bjóða honum hinn vangann." Drottinn vakir ávallt og eilíflega yfir hjörð sinni og engum mun takast að fara á bak við hann, eða brjóta hans boðorð, án þess að hann taki ekki eftir því.

Í Guðs friði.

 SrB 


mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert nú meiri aulinn! Hvernig er hægt að skrifa svona langan pistil um mál sem þú greinilega hefur ekkert vit á..

Óskar Arnórsson, 28.9.2008 kl. 23:37

2 identicon

Slær það ekki nokkuð skökku við að embætti sem hefur bestu upptöku eiturlyfja á landinu kr/kg skuli vera að minnka í fjárlögum?

Aðeins að róa sig Óskar......

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 02:43

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Thad eina sem eg veit ad laekkar i verdi a Islandi er verdid a eiturlyfjum...og svo kallar hann samstarfsmenn Johanns fyrir aula! :) Vona skithaelar eiga ekki ad fjalla um mal sem their hafa ekki hundsvit a..

Eg er samma'ala ther Magnus Geir ad thad slaer soldid skokku vid ad ad Johann og menn hanns gera margfalt meiri eitulyf upptaek enn allir adrir logreglumenn samanlagdir a Islandi. - Enn hvad eg kann illa vid ad blanda Gudskjaftaedi inn i svona mal eins og thessi nafnlausli bladasnapur virdist gera..

Eg er ordin gamall og rolegur Magnus Geir! Og snarbatnad i skapinu. Var mikill skapofsamadur her adur fyrr enn er thad ekki lengur. Mer list vel a f'olk sem skrifar malefnalega, enn thad fer mer ekki. Eg hef profad thad, og thar er bara ekki eg! Eg verd bara ad fa ad vera eg sjalfur hvort sem thaf fer i taugarnar a folki eda ekki. Vona ad thu skiljir hvad eg er ad fara...magnus. Furdulegt hva thad er audvelt ad kunna vel vid thig Magnus! Geri thad ekki svona eftir eina eda tvo komment...er med alveg kroniskt vantraust a folk yfirleitt, enn finn ekkert fyrir thvi hja ther! Alveg storfurdulegt...

Thad sem skedi var ad hann var komin of nalaugt baronum kokainistanna og theirra sem fjarmagna staerstu sendingar sem koma til Islands.

Staersta sending sem eg veit personulega um ad kom til Islands fu\yrir morgum arum, 1, 3 tonn af hassi og opium, sem oft er notad til ad hressa upp a gamalt hass. Thad var keypt i Pakistan, 90 dollarar fyrir kiloid af hassinu og 70 dollara fyrir kiloid af opiuminu.  Svo var hagaeda sterio i alveg eins pakkningum. Thessir 3 tollarar eiga thessi sterio liklegast enn, thvi them var talid i tru um ad thetta vaeri smygl a sterioum.. eg var ekkert med i thessu, vissi bara af thessu og vildi ekki tilkynna thetta vegna thess ad tha hefdi eg orugglega verid drepinn...

Óskar Arnórsson, 30.9.2008 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband