Óguðlegur kvenprestur til rannsóknar hjá biskupsstofu
1.3.2010 | 21:55
Séra Arnbjörg Erla Valdemarsdóttir, prestur á Akureyri, var í dag leyst tímabundið frá embætti, meðan biskubsstofa rannsakar kærumál á hendur henni. Í predikun sinni í gær, varð séra Arnbjörgu Erlu tíðrætt um fegurð "samkynhneygðra hjónabanda" og útmálaði þá tilhögun í smáatriðum. Að lokinni predikun gengu margir kirkjugesta á dyr.
Í morgun barst biskupsstofu kæra frá safnaðarbörnum séra Arnbjargar Erlu, en þau segja að hún hafi með orðum sínum gengið á svig við kenningar kirkjunnar og sært blygðunarkennd þeirra er á hlýddu. "Heilbrigð lífsstefna sé í hættu, ef prestar Þjóðkirkjunnar mæli fyrir ósiðsemi í predikunum, og hvetji til afskræmingar á hjónabandinu. Samkynhneygð stríði á móti lífinu sem Guð gaf okkur, og sé í raun og veru sjúkdómur sem beri að lækna, en ekki að hefja til skýja" segir í niðurlagi kærunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já. Nú átta ég mig á hvað hrjáir þig.
Þú ert öfgatrúarmaður. Það er víst engin lækning til við því.
Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 00:01
Getur þú lýst þessum sjúkdómi samkynhneigð???
Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.