Blaðamenn Foldarinnar
Blaðamenn Foldarinnar eru tveir. Hver blaðamaður undirritar greinar sínar með sínum einkennisstöfum. Einkennisstafir blaðamannana eru þessir: SrB og ApF.
Tilgangur Foldarinnar er í fyrsta lagi: að birta fréttir sem af einhverjum ástæðum hafa farið framhjá öðrum fjölmiðlum. Í öðru lagi: umfjöllun og fréttaskýringar um málefni líðandi stundar. Í þriðja lagi: vandaðar úttektir á sagnfræðilegum grundvelli. Í fjórða lagi: fagleg umræða um vísindi og listir. Í fimmta lagi: guðfræði og trúariðkun. Auk þess munu blaðamenn Foldarinnar fjalla, eftir atvikum og tilefni, um ýmis almenn málefni í anda nútímaupplýsingar, fagurfræði og mannúðarstefnu.