Kynferðisaafbrotamaður handtekinn með buxurnar á hælunum

Fyrir stundu handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kynferðisafbrotamann. Maðurinn var staðinn að verki þar sem hann var að fremja glæp. Hann reyndi að flýja, en komst ekki langt, því hann var með buxurnar á hælunum og voru þær honum fjötur um fót. Fórnarlambið flúði líka en hefur enn ekki fundist, þrátt fyrir talsverða leit. Kynferðisafbrotamaðurinn er þegar kominn í gæsluvarðhald á Litla Hrauni.

Að sögn varðstjóra, hefur lögreglan, um nokkurra mánaða skeið, haft grun um að maðurinn, sem handtekinn var, væri einn þeirra sem stunda að lokka fórnarlömb til sín og fremja á þeim ofbeldisverk. Lögreglan hefur margoft séð hann á ferli í námunda við dvalarheimili aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. En svo virðist sem enginn hafi þorað að leggja fram kæru á hendur manninum.

Í máli varðstjórns kom fram, að maðurinn sé ekki á sakaskrá, en hins vegar hafi margir af hans nánustu ættingjum verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir ýmis lögbrot. Virðist sem afbrotaeðli sé ættgengt í fjölskyldu hans. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki glæpur, ekkert fórnarlamb og engin kæra.

Var þetta kanski með vilja "fórnarlambsins"?

Ef þetta á að vera sniðug saga þá er hún algjörlega misheppnuð.

Jón (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband